Færslur: 2019 Júní

18.06.2019 11:50

Hestaferð Kóps 2019

 

Hestaferð Kóps verður farin þriðju helgina í ágúst, dagana 16.-18. ágúst.

Stefnan er tekin á Meðallandið, gist verður í félagsheimilinu í Efri-Ey.

Takið dagana frá, nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

 

Ferðanefnd

08.06.2019 16:29

Reiðskóli Kóps

 

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 11-13. og 24 – 26. júní á Syðri-Fljótum.

Reiðkennarar verða Kristín Lárusdóttir og Svanhildur Guðbrandsdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.

Þátttökugjald fyrir krakka er kr. 8.000 og fyrir fullorðna kr. 16.000.

Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Skráning er hjá Svanhildi í síma 8214725 eða á netfangið svanhildur00@gmail.com en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 9.júní nk.

 

Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta (og vonumst til að sjá alla sem voru með í hestaklúbbnum í vetur!)

Fræðslunefnd Kóps

04.06.2019 11:54

Næsti kvöldreiðtúr

 

Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins var farinn í gærkvöldi, farið var frá Fljótum og að Hnausum í ljómandi fínu veðri.

 

Þetta var frábær reiðtúr í skemmtilegum félagsskap. Eftir reiðtúrinn bauð svo Fljótafjölskyldan uppá kaffi og meðlæti, við þökkum þeim kærlega fyrir það.

 

Sú ákvörðun var tekin að hafa stutt í næsta reiðtúr, hafa einn reiðtúr enn áður en kemur að slætti og sleppingum.

Næsta mánudagskvöld verður því reiðtúr í Álftaverinu, lagt verður af stað frá Herjólfsstöðum klukkan 20 og tekinn reiðtúr um nágrennið.

Hvetjum fólk til að járna og mæta, það verður svo kaffi á Herjólfsstöðum eftir reiðtúrinn.

 

 

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 147335
Samtals gestir: 23747
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:59:48