Umgengisreglur Hestamanna

 

 

Sleppitúrar og ferðalög.

 

Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.

 

Á ferð um landið sýnum við landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virðum hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, fylgjum leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.

 

Ferðumst eftir merktum og skilgreindum leiðum, stígum og vegum eftir því sem auðið er, virðum girðingar, förum um hlið og gætum þess að loka þeim á eftir okkur. Sérstök gát skal höfð í nánd við búsmala, varplönd fugla, selalátur, veiðisvæði og veiðistaði.

 

Þegar farið er ríðandi um landið skal fylgt skipulögðum reiðleiðum, stígum, eins og kostur er. Á ferð um hálendið og önnur lítt gróin svæði skal flytja með sér eða kaupa fóður handa hrossum í náttstað. Gæta skal að því að flytja ekki hey á milli sauðfjárveikivarnarhólfa.

 

Í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum skal haft fullt samráð við þjóðgarðs-, og landverði eða umsjónarmann svæðisins um tilhögun ferðar og hlíta þeim reglum sem gilda um þau svæði.

Ábyrgur rekstrarstjóri skal fara fyrir hópi reiðmanna með lausa hesta.

 

Sýnum tillitssemi og varúð, lög um náttúruvernd eru lög í þágu hestamanna og landsins.

 

Landssamband hestamannafélaga

Ferða- og samgöngunefnd.

Tenglar

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 209
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 151477
Samtals gestir: 24922
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 04:19:56