19.04.2023 06:27

Firmakeppni

Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Sindra og Kóps 2023

verður haldin að Syðri-Fljótum sumardaginn fyrsta 20.apríl nk.

 

Keppt verður í eftirfrarandi flokkum ef næg þátttaka fæst: 

Pollaflokki

Barnaflokki

Unglingaflokki

Minna vanir knapar

Meira vanir knapar

Unghrossaflokki 

100 metra skeiði

 

Pollaflokkur ríður frjálst eftir getu hvers og eins. 

Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 2-3 eru inni á vellinum í einu og er riðið 2 hringir hægt brokk eða tölt, snúið við og 2 hringir fráls ferð. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut. 

Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti. Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.

Keppni hefst stundvíslega kl. 13:00. Súpa að keppni lokinni.

 Skráningar berist á netfangið fljotar@simnet.is. 

Skráningu lýkur á miðvikudaginn 19.apríl nk.

Allir eru velkomnir

 

Firmanefnd Sindra og Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141845
Samtals gestir: 22763
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 22:36:02