Færslur: 2013 Maí

22.05.2013 07:48

Reiðskóli Kóps

Reiðskóli verður haldinn á vegum Hestamannafélagsins Kóps að Syðri Fljótum.

Hefst hann 3. júní og lýkur 9. júní (frí 8. júní ) .

Reiðkennari verður Kristín Lárusdóttir.

Síðasti skráningardagur í reiðskóla er 31. maí.

Boðið verður upp á kennslu fyrir alla aldurshópa.

Reiðskólinn er líka fyrir fullorðina. Vana sem óvana.

Því ekki að skrá sig í reiðskóla. Hestamennska er holl og skemmtileg útivera.

Nánari upplýsingar og skráning í Reiðskólann er hjá Kristínu Lár á fljotar@simnet.is.

 

Sjáumst í Reiðskólanum

Hestamannafélagið Kópur

20.05.2013 23:15

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Nr.  1 kom á miða   nr. 188

Nr.  2 kom á miða   nr. 136

Nr.  3 kom á miða   nr. 180

Nr.  4 kom á miða   nr. 157

Nr.  5 kom á miða   nr. 165

Nr.  6 kom á miða   nr.   95

Nr.  7 kom á miða   nr. 345

Nr.  8 kom á miða   nr. 383

Nr.  9 kom á miða   nr. 160

Nr. 10 kom á miða  nr.   71

Nr. 11 kom á miða  nr. 380

Nr. 12 kom á miða  nr. 356

Nr. 13 kom á miða  nr.   81

Nr. 14 kom á miða  nr.   57

Nr. 15 kom á miða  nr. 174

Nr. 16 kom á miða  nr. 134

Nr. 17 kom á miða  nr. 270

Nr. 18 kom á miða  nr. 333

Nr. 19 kom á miða  nr. 500

Nr. 20 kom á miða  nr. 193

13.05.2013 18:28

Tilkynning!

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa sér miða í Kóps happdrættinu. Dregið 20.maí.

Miðar eru til sölu hjá  Kristínu á Skriðuvöllum 5 eða í síma 8693486.

Stjórnin.

 

Vinningaskrá:

1.  Folatollur undir Klæng frá Skálakoti.

 2.  2 kg. humar í skel.

 3.  Folatollur undir Storm frá Herríðarhóli.

 4.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

 5.  Folatollur undir Trausta frá Blesastöðum 1A

 6.  Folald fætt 2013 frá Jórvík 1 undan Hagen frá Reyðarfirði.

 7.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

 8.  Folatollur undir Glað frá Prestsbakka.

  9.  Handprjónuð lopapeysa að eigin vali.

10.  Folatollur undir Freymóð frá Feti.

11.  2 kg. humar í skel.

12.  Folatollur undir Borða frá Fellskoti.

13.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

14.  Folatollur undir Þröst frá Hvammi.

15.  Black og Decker juðari frá Húsasmiðjunni.

16.  Folatollur undir Óðinn frá Eystra-Fróðholti.

17.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

18.  Folatollur undir Sævar frá Ytri-Skógum.

19.  Flís hestaábreiða frá Líflandi.

20.  Folatollur undir Hruna frá Breiðumörk.

 

08.05.2013 10:25

Dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+

3. Landsmót UMFÍ  50 + Vík í Mýrdal

Helgina 7-9.júní verður 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldið í Vík í Mýrdal

 

DAGSKRÁ

Birt með fyrirvara um breytingar

 

Föstudagur 7. júní

 

Kl. 12:00–19:00         Boccia undankeppni

Kl. 20:00–21:00         Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

 

Laugardagur 8. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi, (opið öllum)

Kl. 08:00–19:00         Golf

Kl. 09:00-                   Ljósmyndamaraþon                          

Kl. 09:00-12:00          Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)

Kl. 09:00–11:30         Boccia úrslit

Kl. 10:00-12:00          Starfsíþróttir – dráttavélaakstur

Kl. 12:00–19.00         Bridds

Kl. 11:00–12:00         Zumba (opið öllum)

Kl. 12:00–14.00         Sund

Kl. 13:00–14:00         Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)

Kl. 13:00–15:00         Línudans

Kl. 13:00–16:00         Hestaíþróttir

Kl. 13:00–17:00         Skák

Kl. 14:00–15:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 14.00–18:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00–18:00         Sýningar

Kl. 16:00–19:00         Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)

Kl. 20:30–21:00         Búfjárdómar

Kl. 20:00–21:00         Skemmtidagskrá (opið öllum)

 

Sunnudagur 9. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi (opið öllum)

Kl. 09:30- 12:30         Pútt

Kl. 09:00–12.30         Þríþraut

Kl. 09:00 -10:00         Ljósmyndamaraþoni lýkur

Kl. 09:00- 11:00         Kjötsúpugerð

Kl. 10:00 –12:00        Hjólreiðar (utanvegar 13 km)

Kl. 10:00–11:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 10:00–13:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 11:30–13:30         Starfsíþróttir – pönnukökubakstur

Kl. 10:00–14.00         Ringó

Kl. 10:00–14:00         Skák

Kl. 14:00–14:30         Mótsslit (opið öllum)

 

 

 

 

08.05.2013 10:22

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

 

Kæru félagar

 

Eins og þið vitið þá verður Landsmót UMFÍ 50 + haldið helgina 7. – 9. júní í  Vík í Mýrdal.

 

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti J og senda þessar upplýsingar á sem flesta. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagsaðild að ungmennafélagi.  

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Auk  keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður boðið upp á  ýmsa  afþreyingu fyrir keppendur og gesti. Hægt verið að fara í sögugöngu um Vík í Mýrdal, Zumba, sundleikfimi, kvöldvökur og enda kvöldið á dansleik. Því er óhætt að segja að eitthvað verður í boði fyrir alla.  

Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals, boccia, bridds, golf, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur, kjötsúpugerð, ljósmyndamaraþon,búfjárdómar, sund, sýningar,  þríþraut og utanvegar hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins  www.landsmotumfi50.is.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal 7. – 9. júní 2013 kát og hress :).

 

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

 

 

05.05.2013 17:57

Fréttatilkynning FM2013

Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkjum í Nesjum, dagana 20. - 23. júní í sumar. 

Hestamannafélaginu Kóp hefur verið boðin þátttaka.

Sjá fréttatilkynningu frá Hornfirðing hér að neðan:

FM2013.fréttatilkynning.pdf

 

hornfirdingur.123.is

 

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 147247
Samtals gestir: 23745
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:39:59