Færslur: 2013 Júní

11.06.2013 09:18

Á döfinni

Hestaþing Kóps verður haldið  27. og 28. júlí n.k. (helgin fyrir verslunarmannahelgi)
 

Hestaferðin verður farin  9.-11. ágúst n.k. (helgin eftir verslunarmannahelgi)

Að þessu sinni verður farið í Öræfin.

 

Allt nánar auglýst síðar þegar nær dregur.

 

Stjórnin.

11.06.2013 08:47

Fjórðungsmót á Austurlandi.

 

 

 

Fjórðungsmót á Austurlandi.

Haldið dagana 20. – 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði.


Skráning í keppnisgreinar:

1. Gæðinga- barna- unglinga og ungmennakeppni:

1 x keppandi fyrir hverja byrjaða 25 félaga.

Formenn hestamannafélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu í SportFeng. Senda skal
inn nafn og kennitölu knapa og hests. Sjá að öðru leyti lög og reglur LH.

Skráningargjald fyrir hvern keppanda er 4.000 krónur.
------------------------------------------------------------------

2. Töltkeppni og slaktaumatölt, er opið á landsvísu.

Ekki er krafist lágmarkseinkunnar. Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni
skráningu.

Keppt er í tveimur flokkum í tölti og einum flokki í slaktaumatölti:

Opinn flokkur: Atvinnumenn og meira vanir, 22 ára og eldri.

Áhugamannaflokkur: Minna vanir, fullorðnir og ungmenni 18-21 árs.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í töltkeppni er 5.000 krónur á keppanda.
---------------------------------------------------------------------

3. Fljúgandi 100m skeið, 150m og 250m skeið.

Opnar keppnisgreinar á landsvísu. Ekki er krafist lágmarkstíma.
Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni skráningu.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í skeiðgreinar er 5.000 krónur.

Síðasti skráningadagur og síðasti dagur til greiðslu skráningagjalda er 15. júní nk.

11.06.2013 07:51

Dagskrá Hestaþings Sindra

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013

Á Sindravelli við Pétursey.

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning              

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun 50.000 kr í reiðufé

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið -

250 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

 

Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri.   Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní.  Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.

 

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

05.06.2013 09:26

Úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Úrtaka Kópsfélaga fyrir fjórðungsmót á Hornafirði fer fram á Sindravelli 15. júní n.k.(Félagsmót Sindra)

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir um skráningar hjá Kristínu í síma 8693486 eða á netfang sigmarhelga@simnet.is.

 

Stjórnin.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 152061
Samtals gestir: 24991
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:21:50