Færslur: 2017 Mars

23.03.2017 09:10

Hestamannafélagið Kópur auglýsir

Hestamannafélagið Kópur auglýsir.

Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates dressage instructur, verður haldin á Kirkjubæjarstofu  laugardagskvöldið 25.mars næstkomandi  kl 20:00.

Heiðrún er sérhæfður kennari í líkamsbeitingu knapans til að ná betri árangri í reiðmennsku og að hafa áhrif á betri líkamsbeitingu hestsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Hestamannfélagið Kópur.

09.03.2017 08:29

FEIF YOUTH CAMP 2017

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. - 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".

Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:

  • Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
  • Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
  • Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
  • Fræðsla um tannheilsu hesta
  • Vinna með hest í tvítaum
  • Sögufræg borg heimsótt
  • Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
  • Ferð í hestvagni
  • Og margt fleira....!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér

Kostnaður við búðirnar er ?680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.  

Frétt á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga: 
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/feif-youth-camp-2017


02.03.2017 14:59

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps ath. ný dagsetning og fundarstaður.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

ath. ný dagsetning og fundarstaður.

 

verður haldinn á Kirkjubæjarstofu mánudaginn 6.mars n.k. kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingar.

Önnur mál.

 

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 241
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 147572
Samtals gestir: 23765
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:50:39