Um félagið

 

Hestamannafélagið Kópur var stofnað  30.júní  árið 1963. Félagið heitir eftir hesti þeim, er Sveinn Pálsson læknir reið yfir Jökulsá, ófæra  af jakaburði, og Grímur Thomsen yrkir um í ljóði sínu " Sveinn Pálsson og Kópur".  Fyrsti formaður var Sigurgeir Jóhannsson á Bakkakoti. Stofnfélagar voru 59. Félagssvæðið er Skaftárhreppur þ.e. frá Mýrdalssandi í vestri að Lómagnúpi í austri. Helsta starfsemi félagsins er mótahald, skemmtanir, fræðsla í formi námskeiðahalds, æskulýðsstarf og hestaferðir. Fyrsta mótssvæði félagsins var á Bakkakotsbugum í Meðallandi en er nú á Sólvöllum í Landbroti. Félagsbúningurinn er rauður jakki, hvít skyrta, svart bindi og hvítar buxur.

Kennitala: 440479-0579
Reikningsnr.: 317-26-3478

 

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 391
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 341409
Samtals gestir: 52042
Tölur uppfærðar: 23.10.2025 02:22:24