Lög og Reglur

Lög Hestamannafélagsins Kóps

 

1.grein

Félagið heitir Hestamannafélagið Kópur. Heimili þess og varnarþing er í Skaftárhreppi. Félagið er aðili að U.S.V.S., L.H. og Í.S.Í. og er háð lögum, reglum og samþykktum þeirra. Félagssvæðið nær frá Lómagnúpi að Mýrdalssandi.

2.grein

Tilgangur félagsins er að efla almennt áhuga á hestum, hestaíþróttum og kynbótum og stuðla að því að félagsmenn njóti sem best og farsælast samskipta við hestinn.

 

Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því meðal annars:

 

1.     Aðhalda árlega hestaþing, þar sem samskipti manns og hests séu í fyrirrúmi.

 

2.     Aðbæta aðstöðu félagsins og félagsmanna með tilliti til hestaþinga og ræktunarstarfs.

 

3.   Að halda svo oft sem kostur er reiðskóla ognámskeið til að vekja áhuga á hinni almennu hestamennsku og hestaíþróttum.
 

4.     Að taka þátt í starfi Landssambands hestamannafélaga.

 

5.     Að taka þátt í samstarfi sunnlenskra hestamannafélaga austan heiða.

 

3.grein

 

Félagi í hestamannafélaginu getur hver orðið er þess óskar og kemur umsókn þar um tilstjórnar félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að innrita umsækjanda fullgildan félagsmann. Umsækjandi telst ekki gildur fyrr en hann hefur greitt árgjald til félagsins. Skal stjórn tilkynna um nýja félagsmenn á aðalfundi og óska eftir samþykki fundarmanna.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og berast til stjórnar fyrir aðalfund. Félagsmaður skal vera skuldlaus við félagið þegar hann óskar úrsagnar.

 

4.grein

 

Félagi er skuldar árstillag frá fyrra ári eða stendur í skuld við félagið hefur engin réttindi áfundum né að keppa á vegum félagsins á nýju starfsári fyrr en hann hefur greitt skuld sína.

Félagi er ekki hefur greitt árstillag í 2 ár skal víkja úr félaginu og ekki eiga afturkvæmt þangað fyrr en  hann hefur greitt allar skuldir sínar við félagið.

 

5.grein

 

Stjórn félagsins skipa fimm menn, auk tveggja varamanna. Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi. Kosningu skal haga þannig að formaður er kosinn til tveggja ára ísenn. Aðrir í stjórn skulu kosnir sameiginlega, til tveggja ára, og skulu þeir úr sínum hópi velja varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda í samráði við formann. Annað hvert ár skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn, en hitt árið tvo stjórnarmenn og varastjórn. Varastjórn skipa tveir menn, sem einnig eru kosnir til tveggja ára. Sé varamaður kosinn í stjórn, skal kjósa mann til að ljúka hans kjörtímabili. Við kosningu formanns eru allir stjórnarmenn ásamt varamönnum kjörgengir, en sé einhver þeirra kosinn, skal kjósa mann til að ljúka hans kjörtímabili. Félagsmaður sem setið hefur í stjórn í eitt eða fleiri kjörtímabil getur neitað endurkjöri næsta kjörtímabils.

Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins ásamt stjórn þess.

Ritari geymir fundargerðarbækur félagsins og ritar gerðabók á fundum.

Gjaldkeri félagsins hefur fé félagsins á vöxtum og annast allar fjárreiður þess og innheimtur.

Aðalfundur kýs tvo skoðunarmenn ársreikninga félagsins og einn til vara. Skoðunarmenn þurfa ekki að vera félagsmenn.

 

6.grein

 

Stjórn félagsins boðar félagsfundi eins oft og þurfa þykir eða ef minnst fimm félagsmenn æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Fundir skulu boðaðir með minnst 3ja daga fyrirvara. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur. Formaður boðar stjórnarfundi og eru þeir lögmætir ef minnst 3 stjórnarmenn eru mættir.

 

7.grein

 

Aðalfund skal halda í febrúar eða mars ár hvert og skal til hans boðað með bréfi með minnst viku fyrirvara. Sé um lagabreytingar að ræða skal þess getið í fundarboði. Tillögur að lagabreytingum skulu birtar á heimasíðu félagsins viku fyrir auglýstan aðalfund. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera svofelld:

 

1.     Kosningfundarstjóra og fundarritara.

2.     Inntaka nýrra félaga.

3.     Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.     Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp.

5.     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins.

6.     Umræður og atkvæðagreiðsla á liðum 3-5.

7.     Lagabreytingar ef um er að ræða.

8.     Kosningar samkvæmt 5. grein.

9.     Kosning fulltrúa á U.S.V.S. þing.

10.  Kosning fulltrúa á landsþing L.H. Samkvæmt 7.grein laga Í.S.Í. skal fulltrúi hafa náð lögaldri.

11.  Kosið í nefndir félagsins.

12.  Önnur mál er félagið varðar.

 

8.grein

 

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Árgjald félaga skal ákveðið á aðalfundi árlega.

 

9.grein

 

Heimilt er meirihlutastjórnar félagsins að bera fram á aðalfundi tillögu um kjör heiðursfélaga.

2/3 - tvo þriðju hluta -atkvæða á lögmætum aðalfundi þarf til þess að kjör heiðursfélaga sé lögmætt. Heiðursfélagi greiðir ekki árgjald til félagsins.

10.grein

 

Stjórn félagsins er óheimilt að stofna til neinna útgjalda fyrir félagið, annarra en þeirra sem lög þessi mæla fyrir og tilheyra daglegum rekstri félagsins, nema með samþykki aðalfundar eða tveggja lögmætra félagsfunda.

 

11.grein

 

Stjórn félagsins er heimilt að skipa nefndir í einstök verkefni, er vinna þarf á hverjum tíma og skal setja slíkum nefndum erindisbréf um verkefni og starfstíma. Nefndum er óheimilt að stofna til fjárskuldbindinga nema með samþykki stjórnar félagsins.

 

12.grein

 

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi. Lagabreytingar ná því aðeins samþykki að 2/3 - tveir þriðju - greiddra atkvæða gjaldi breytingunum atkvæði og til þeirra hafi verið boðað með fundarboði.

Breytingartillögur sem félagsmenn kunna að vilja bera fram á lögum félagsins skulu vera komnar til stjórnarinnar eigi síðar en hálfum mánuði fyrir aðalfund.

 

13.grein

 

Sé um að ræða að leysa félagið upp skal það gert eins og um lagabreytingu væri að ræða. Sé samþykkt að leggja félagið niður skal eignum og sjóðum félagsins ráðstafað með samþykki meirihluta fundarmanna.

 

14.grein

 

Með lögum þessum eru úrgildi numin eldri lög félagsins.

 

15.grein

 

Lög þessi öðlast gildi þannig samþykkt á aðalfundi 6.mars 2017.

 

 

 

 

 

Tenglar

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141845
Samtals gestir: 22763
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 22:36:02