04.04.2025 15:54
Firmakeppni
FIRMAKEPPNI KÓPS OG SINDRA
Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldin sumardaginn fyrsta þann 24. Apríl.
Mótið verður haldið á Syðri-Fljótum Hefst keppni stundvíslega klukkan 11:00
Keppt verður í eftirfarandi flokkum er næg þátttaka næst
-Pollaflokkur
-Barnaflokkur
-Unglingaflokkur
-Minna vanir
-Meira vanir
-Unghrossaflokki
-100m Skeið
Pollaflokkur ríður frjáls eftir getu hvers og eins
Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 2-3 eru inni á vellinum í einu og er riðið 2 hringir hægt brokk eða tölt, snúið við og 2 hringir fráls ferð. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut.
Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti.
Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
Súpa, kaffi og smá veitingar verða á staðnum gegn vægu gjaldi
( Það er ekki posi á staðnum svo við ætlum að rifja upp gamla tíma með lausapening )
Hvetjum alla til að mæta og njóta með okkur og kíkja svo í framhaldi á skemmtanahaldið uppá Klaustri
Skráningar geta borist á email soffiaannahelga@gmail.com
Eða síma 8573264
Með von um að sjá sem flesta
Bestu kveðjur frá hestamannafélögunum
Kópur og Sindri