Færslur: 2012 Mars

28.03.2012 10:35

Páskabingó


Páskabingó í Tunguseli 7. apríl n.k. (laugardaginn fyrir páska).

Nánar auglýst síðar í Vitanum.

28.03.2012 10:31

Merktar peysur


Félögum í Hestamannafélaginu Kópi, bæði börnum og fullorðnum, stendur til boða að kaupa peysur (jakka) með merki félagsins og eigin nafni. 

Enginn kaupir flík nema máta og því stendur fólki til boða að koma og máta og panta peysur fimmtudaginn 29. mars í Kirkjubæjarskóla frá kl. 17:00-18:00 og föstudaginn 30. mars frá 12:00-14:00.

Nánari upplýsingar verða veittar þar.

Stjórnin

28.03.2012 10:29

Leiga á hestakerru


Minni á hestakerruna til útleigu.

Gjaldskrá leigu á hestakerru:

Út úr sýslunni: kr. 5000.-     Út úr hreppnum: kr. 3000.-     Innan hreppsins: kr. 2000.-

28.03.2012 10:27

Til allra krakka og foreldra þeirra á félagssvæði Kóps


Sunnudaginn 15. apríl n.k. verður Sunnlenskur æskulýðsdagur haldinn í Sleipnishöllinni á Selfossi.

Dagskráin hefst kl. 14.00 og lýkur ca. kl. 17.00. Sýningaratriði koma frá félögunum á Suðurlandi.

Nú langar okkur að stefna á skemmtiferð með krakka og foreldra á þessa sýningu svo endilega takið daginn frá. Við auglýsum þetta nánar þegar nær dregur. Endilega hafið samband við okkur til að fá nánari upplýsingar.

Kveðjur, 

Stína, Harpa og Mæja

19.03.2012 08:08

Heiðursfélagi Kóps

Á aðalfundi félagsins var Jens E. Helgason gerður að Heiðursfélaga Kóps.

 

Jens hefur verið meðlimur í Kóp í 40 ár og hefur unnið mikið og gott starf fyrir félagið.

Innilega til hamingju.

14.03.2012 12:39

Nefndir

Yfirlit yfir þær nefndir sem starfa á vegum félgsins má nú sjá undir valmöguleikanum "Nefndir" á valstikunni hér fyrir ofan.

14.03.2012 12:24

Ný stjórn

Ný stjórn var skipuð á aðalfundi félagsins:

Kristín Ásgeirsdóttir Formaður

Anton Kári Halldórsson Varaformaður

Sigurjón Fannar Ragnarsson Gjaldkeri

Kristín Lárusdóttir Ritari

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir Meðstjórnandi

03.03.2012 01:10

Myndir óskast

 

Gaman væri að setja myndir hér inn á síðuna okkar. Ef þið eigið myndir frá starfsemi hestamannafélagsins, mótum, námskeiðum eða reiðtúrum þá endilega sendið þær á thorunn8@gmail.com.

 

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 449
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 209
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 151863
Samtals gestir: 24968
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:20:40