Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_2
22.02.2016 18:19
BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM
BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM
Föstudaginn 26.febrúar kl. 16:00 - 18:00 verður Benedikt Líndal með hnakkakynningu.
Hægt að skoða og prófa nýja PORTOS FREEDOM tvískipta hnakkinn frá Benni´s Harmony ásamt fleiri gerðum.
Tilvalið að nota tækifærið ef þú ert í hnakkakaupahugleiðingum og koma með eigin hest og prófa á honum. Það verður líka hægt að fá lánaðan hest á Fljótum til að prófa hnakka.
11.02.2016 10:40
Ískaldar töltdívur
Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.
Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.
Einnig verður glæsilegasta parið valið.
Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:
- T1 (Opinn flokkur)
- T3 (Meira vanar)
- T7 (Minna vanar)
- T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))
Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við.
Úrslitin hefjast kl. 20:00
Skráning er á http://skraning.sportfengur.
Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga!
Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar.
Landsliðsnefnd LH
- 1