25.06.2012 07:06

 

Reiðskólanum var slitið á Sólvöllum, fimmtudaginn 21.júní s.l. í svokölluðu hefðbundnu reiðskólaveðri, ausandi rigningu. Ellefu krakkar voru í reiðskólanum. Létu þau veðrið ekki hafa áhrif á sig þennan dag og sýndu áhorfendum sem þau höfðu boðið, hvað í þeim býr. Til stóð að grilla pylsur á staðnum í lokin og fara í leiki, en það var alveg útilokað vegna veðurs. En við eigum góðan að sem er hann Jens bóndi í Hátúnum. Hann leyfði okkur að nota fjárhúsið í Hátúnum fyrir grillpartýið svo þangað var haldið að lokinni sýningu, allir nemendur ríðandi og hinir keyrandi. Við þökkum honum hér með kærlega fyrir hjálpina. Krökkunum var veitt falleg gullmedalía í lokin í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. 

Þakka ég hér með öllum fyrir samveruna  þessa daga, þátttakendum, reiðkennara, foreldrum og  aðstoðarfólki.

F.h. Hmf. Kóps

Kristín Ásgeirsdóttir. 

Tenglar

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 153983
Samtals gestir: 25565
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:33:42