11.06.2013 08:47

Fjórðungsmót á Austurlandi.

 

 

 

Fjórðungsmót á Austurlandi.

Haldið dagana 20. – 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði.


Skráning í keppnisgreinar:

1. Gæðinga- barna- unglinga og ungmennakeppni:

1 x keppandi fyrir hverja byrjaða 25 félaga.

Formenn hestamannafélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu í SportFeng. Senda skal
inn nafn og kennitölu knapa og hests. Sjá að öðru leyti lög og reglur LH.

Skráningargjald fyrir hvern keppanda er 4.000 krónur.
------------------------------------------------------------------

2. Töltkeppni og slaktaumatölt, er opið á landsvísu.

Ekki er krafist lágmarkseinkunnar. Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni
skráningu.

Keppt er í tveimur flokkum í tölti og einum flokki í slaktaumatölti:

Opinn flokkur: Atvinnumenn og meira vanir, 22 ára og eldri.

Áhugamannaflokkur: Minna vanir, fullorðnir og ungmenni 18-21 árs.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í töltkeppni er 5.000 krónur á keppanda.
---------------------------------------------------------------------

3. Fljúgandi 100m skeið, 150m og 250m skeið.

Opnar keppnisgreinar á landsvísu. Ekki er krafist lágmarkstíma.
Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni skráningu.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í skeiðgreinar er 5.000 krónur.

Síðasti skráningadagur og síðasti dagur til greiðslu skráningagjalda er 15. júní nk.

Tenglar

Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 153416
Samtals gestir: 25323
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 13:21:16