26.09.2013 10:17

Könnun á neytendavenjum hestamanna

Hér fyrir neðan má sjá bréf frá Urðaketti ehf. sem biður hestamenn um að svara stuttri könnun fyrir sig.

 

Góðan daginn.

Urðaköttur ehf, staðsett á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er fyrirtæki sem á og rekur minkabú. Um 12 tonn af minkafitu falla til við vinnslu minkaskinna árlega og fram til þessa hefur minkafitunni verið fargað með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi. Á Syðra-Skörðugili hefur einnig verið stunduð hrossarækt, tamningar og þjálfun hesta um áratuga skeið. Ábúendur á Syðra-Skörðugili ákváðu að samtvinna þekkingu sína í þessum tveimur búgreinum og þróa smyrsl úr minkafitu til meðhöndlunar á útbrotum og smásárum á hrossum, t.d. múkki, og einnig leðurfeiti til að setja á reiðtygi.

Markaðskönnun þessi var búin til til þess að átta sig betur á neytendavenjum hestamanna og þörfum.  Biðjum við ykkur um að gefa ykkur nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni.

Með fyrirfram þökk, eigendur Urðarkattar ehf.

Slóð inná könnun:

http://tinyurl.com/q4lelbn

Tenglar

Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 192
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 152864
Samtals gestir: 25218
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:34:36