27.07.2015 11:14

Hestaferð Kóps

Hestaferð kóps verður farin 7.-9. ágúst og verður haldið í Landeyjarnar í þetta sinn. 

Á föstudeginum 7. verður lagt af stað frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum kl. 14.00. 

Hægt verður að koma með hross í girðingu á fimmtudeginum ef það hentar fólki betur. 

Á föstudegi verður riðið yfir gömlu Markarfljótsbrúna og endað að Grenstanga í Landeyjum.

Á laugardeginum verður riðið að Álfhólum ásamt því að riðið verður niður á fjöru. 

Á sunnudeginum verður riðið upp með Hólsá/Þverá og endað að Hemlu. 

Fararstjóri á laugardegi verður úr hópi heimamanna í A-Landeyjum en Vignir á Hemlu mun leiða hópinn á sunnudeginum.

Gisting verður að Grenstanga í Landeyjum í uppbúnum rúmum, sameiginleg grillveisla verður á laugardagskvöldinu.
Kostnaði verður haldið í lágmarki en áætlaður kostnaður er um 5-8 þús. á mann.

Skráningu um þáttöku þarf að vera lokið 31. júlí.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellu í Hlíð í síma 487-1363/848-1510, Hjalta í Mörk í síma 487-4675 og Gísla á Geirlandi í síma 893-6940.

Tenglar

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 153805
Samtals gestir: 25442
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 08:57:29