Blog records: 2017 N/A Blog|Month_8

09.08.2017 13:58

Hestaferð Kóps 2017


Árleg hestaferð Kóps verður 18.-20. ágúst en haldið verður í Skaftártungu. 

Lagt verður af stað frá Heiðarseli 18. ágúst klukkan 13:00 og farið að Búlandi. 

Á laugardeginum verður tekinn hringur um Skaftártungu undir dyggri leiðsögn heimamanna. 

Á sunnudeginum er stefnan sett að Fljótum en þar er formlegri hestaferð lokið en að sjálfsögðu geta þátttakendur lengt ferðina ef vilji er til. 

Gist verður í Tunguseli föstudag til sunnudags. Sameiginlegt grill verður á laugardeginum, alvöru veisla að hætti Kóps. 

Þátttökugjaldi verður stillt í hóf eins og kostur er.


Láttu ekki þessa einstöku hestaferð fram hjá þér fara en hún mun einkennast af geggjuðu veðri, frábærum félagsskap og skapa ógleymanlegar minningar.


Skráningarfrestur er til 13. ágúst en skráning fer fram hjá Silla 844-4465 eða Fanney 894-1560 - fanneyolof@gmail.com

  • 1

Links

Today's page views: 319
Today's unique visitors: 15
Yesterday's page views: 1261
Yesterday's unique visitors: 15
Total page views: 286420
Total unique visitors: 48067
Updated numbers: 1.7.2025 09:51:48