Blog records: 2020 N/A Blog|Month_8

02.08.2020 09:23

Hestaferð Kóps 2020

 

Helgina 7.-9. ágúst ætlar Hestamannafélagið kópur að fara í sína árlegu hestaferð og verður farið í Álftaver.

Riðið verður að Mýrum á föstudeginum. Svo verður farinn útreiðartúr suður að Alviðruhamravita á laugardeginum. Sökum covid 19 verður ekki sameiginlegur kvöldverður og þurfa því allir að sjá um að nesta sig sjálfir. Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. Hægt verður að panta gistingu í Nonna-og Brynjuhúsi en það verður þá að vera á eigin vegum.

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi mánudagskvöldið 3. ágúst.

Skráning fer fram hjá Pálínu í síma 867-4919 eða á hm.kopur@gmail.com eða hjá Öddu í síma 866-5165 eða á adda159@gmail.com

Stjórn Kóps

  • 1

Links

Today's page views: 348
Today's unique visitors: 18
Yesterday's page views: 450
Yesterday's unique visitors: 44
Total page views: 344157
Total unique visitors: 52152
Updated numbers: 29.10.2025 16:14:09