Blog records: 2018 N/A Blog|Month_10

29.10.2018 20:37

Folalda- og tryppasýning Kóps 2018

 

Árleg folalda- og tryppasýning verður haldin á Syðri-Fljótum laugardaginn 10.nóvember nk. og hefst kl. 13:00. Keppt verður í folaldaflokki (hestar og hryssur) og tryppaflokki fæddum 2017 og 2016 (hestar og hryssur).  Einnig verður valinn eigulegasti gripurinn að mati áhorfenda í báðum flokkum.

Skráningar þurfa að berast til Pálínu í síma 867-4919 eða á netfangið hmf.kopur@gmail.com í síðasta lagi kl. 21:00 föstudagskvöldið 9.nóvember nk.

Á sýningunni verður einnig boðið upp á happdrætti og eru allir sem mæta þátttakendur í því!

Súpa og kaffi verða í boði að sýningu lokinni gegn vægu gjaldi.

Allir eru velkomnir!

Stjórn Hestamannafélagins Kóps

  • 1

Links

Today's page views: 305
Today's unique visitors: 39
Yesterday's page views: 307
Yesterday's unique visitors: 9
Total page views: 380264
Total unique visitors: 53285
Updated numbers: 29.1.2026 22:58:01