12.04.2012 12:41

Prógram í Firmakeppni Kóps

 

Firmakeppni Kóps verður haldin laugardaginn 14. apríl á Sólvöllum.

Keppni hefst kl. 13:00 og verður byrjað á Barnaflokki, svo verður Unghrossaflokkur, því næst Unglingaflokkur og síðast verður keppt í Opnum flokki.

 

Prógramið er allt riðið upp á sömu hönd í forkeppni:

 

Barnaflokkur:

2 hringir á hægu tölti/brokki.

2 hringir frjáls hraði tölt/brokk.

 

Unglingaflokkur, unghrossaflokkur og opinn flokkur:

2 hringir á hægu tölti/brokki.

2 hringir frjáls hraði tölt/brokk.

2 ferðir á beinni braut, annað hvort yfirferð eða skeið.

 

Úrslit:

5 hæstu komast í úrslit og prógramið er það sama nema það er riðið upp á báðar hendur.

 

Við skráningu skal koma fram upp á hvora hönd menn vilja ríða í forkeppni.

Tenglar

Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 259947
Samtals gestir: 45626
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:06