Færslur: 2022 Apríl

22.04.2022 10:20

Úrslit úr Firmakeppni

 

Úrslit úr sameiginlegri firmakeppni Kóps og Sindra

 

Unghrossaflokkur

1. sæti Kristín Lárusdóttir og Dýrfinna frá Víðivöllum fremri

Firma: Jórvík 1

2. sæti Guðbrandur Magnússon og Framsýn frá Skeiðvöllum

Firma: Tamningarstöðin Syðri-Fljótum

3. sæti Sigurjón Sigurðsson og Hvellur frá Efstu-Grund

Firma: Veitingarhúsið Suður-Vík

4. sæti Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Kveikur frá Efstu-Grund

Firma: Aldan verslun

 

 

Barnaflokkur

1. sæti Kristín Gyða Einarsdóttir og Stormur frá Ytri-Sólheimum

Firma: Hvammból guesthouse

2. sæti Íris Anna Orradóttir og Hrafndís frá Syðri-Fljótum

Firma: Nautabúið Ytri-Sólheimum

Þráinn Elís Björnsson og Atlas frá Litlu-Hámundarstöðum

Firma: Félagsbúið Fagurhlíð

 

 

Unglingaflokkur

1. sæti Jóhanna Ellen Einarsdóttir og Náttar frá Hala

Firma: E. Guðmundsson 

 

Meira vanir knapar

1. sæti Guðbrandur Magnússon og Hjörvar frá Eyjarhólum

Firma: Hörgsland II

2. sæti Hjördís Rut Jónsdóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum

Firma: Ögmundur Ólafsson ehf

3. sæti Kristín Lárusdóttir og Stígur frá Hörgslandi II

Firma: Dýralæknaþjónustan Völustakkur

4. sæti Kristín Erla Benediktsdóttir og Tindur frá Litla-Garði

Firma: Guðrún Sigurðardóttir

5. sæti Árni Gunnarsson og Seifur frá Stóra-Hofi

Firma: Bomban torfærulið

 

Minna vanir knapar

1. sæti Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Skjálfti frá Efstu-Grund

Firma: E. Guðmundsson

2. sæti Sigurjón Sigurðsson og Sókrates frá Árnanesi

Firma: Nautabúið Ytri-Sólheimum

3. sæti Guðlaug Þorvaldsdóttir og Heimur frá Syðri-Reykjum

Firma: Ólafur Steinar Björnsson

4 sæti Jónína Björk Ingvarsdóttir og Töffari frá Litlu-Hámundarsstöðum

Firma: Klausturhólar

5. sæti Soffía Anna H. Herbertsdóttir og Prins frá Leyni

Firma: Félagsbúið Holti 2

6. sæti Kristín Gyða Einarsdóttir og Sól frá Ytri-Sólheimum

Firma: Gistihúsið Reynir

 

 

100m skeið

2. sæti Kristín Lárusdóttir og Pittur frá Víðivöllum fremri 

tími: 10,22

Firma: Kirkjubæjarklaustur 2

2. sæti Kristín Erla Benediktsdóttir og Fáfnir frá Sólheimakoti

tími: 11:28

Firma: Birna Kristín Pétursdóttir

 Hjördís Rut Jónsdóttir og Brimrún frá Þjóðólfshaga

ógilt

Firma: Sanna Vaisanen

 

Dómari var Sigrún Hall, takk fyrir okkur.

Hestamannafélögin þakka kærlega fyrir stuðninginn frá öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu keppnina.

 

20.04.2022 09:15

Firmakeppni á morgun

Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Sindra og Kóps 2022

Verður haldin að Syðri-Fljótum á útivellinum þeirra Kristínar og Brands eða inni í reiðhöll ef að veður verður ekki til útikeppni, sumardaginn fyrsta 21.apríl nk.

Keppt verður í eftirfrarandi flokkum ef næg þátttaka fæst: Pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, flokki minna vanra knapa, meira vanra knapa, unghrossaflokki og 100 metra skeiði.

Pollaflokkur ríður frjálst eftir getu hvers og eins. Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 3 eru inni á vellinum í einu og er riðinn frjáls gangur að lágmarki 3 hringir, hver keppandi skal þó sýna 1 hring á hægu og að lágmarki 2 gangtegundir eða hraðabreytingu á gangtegund. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut. Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti. Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.

Keppni hefst stundvíslega kl. 14:00 og léttar kaffiveitingar í boði firmanefnda beggja félaga að keppni lokinni. Skráningar berist á netfangið sudur-foss@simnet.is og hmf.kopur@gmail.com. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 19.apríl nk.

Allir eru velkomnir að koma!

Firmanefnd Sindra og Kóps

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141845
Samtals gestir: 22763
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 22:36:02