Færslur: 2012 Júní

25.06.2012 07:06

 

Reiðskólanum var slitið á Sólvöllum, fimmtudaginn 21.júní s.l. í svokölluðu hefðbundnu reiðskólaveðri, ausandi rigningu. Ellefu krakkar voru í reiðskólanum. Létu þau veðrið ekki hafa áhrif á sig þennan dag og sýndu áhorfendum sem þau höfðu boðið, hvað í þeim býr. Til stóð að grilla pylsur á staðnum í lokin og fara í leiki, en það var alveg útilokað vegna veðurs. En við eigum góðan að sem er hann Jens bóndi í Hátúnum. Hann leyfði okkur að nota fjárhúsið í Hátúnum fyrir grillpartýið svo þangað var haldið að lokinni sýningu, allir nemendur ríðandi og hinir keyrandi. Við þökkum honum hér með kærlega fyrir hjálpina. Krökkunum var veitt falleg gullmedalía í lokin í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. 

Þakka ég hér með öllum fyrir samveruna  þessa daga, þátttakendum, reiðkennara, foreldrum og  aðstoðarfólki.

F.h. Hmf. Kóps

Kristín Ásgeirsdóttir. 

23.06.2012 21:28

3 knapar komust á Landsmót

Um síðust helgi voru Kópsmenn og konur í úrtöku fyrir landsmót. Úrtakan var haldin í Pétursey um leið og Sindri hélt sitt félagsmót og úrtöku.

 

3 knapar fengu rétt til að keppa á Landsmóti:

 

Svanhildur Guðbrandsdóttir í barnaflokki á Stormi frá Egilsstaðakoti ,

Kristín Lárusdóttir í B-flokki á Þokka frá Efstu Grund og

Guðmundur Jónsson í A-flokki  á Vestra frá Hraunbæ.

 

Kópsmenn fengu einnig að taka þátt í úrslitum.

Svanhildur vann barnaflokkinn með glæsibrag og í töltinu fékk Kristín plúsa í bæði forkeppni og úrslitum fyrir prúðmannlega reiðmennsku. Enginn annar keppandi fékk plús.

 

Heildarúrslit mótsins má sjá á Heimasíðu Sindra.

 

19.06.2012 23:44

Peysurnar eru komnar!

Loksins eru Kópspeysurnar komnar í hús!

Þær verða til afhendingar gegn staðgreiðslu í anddyri Kirkjubæjarskóla á morgun 20. júní frá kl. 20 til 22.

Verð á fullorðins peysu er 13.000 kr. og barna 5.000 kr.

 

Kveðja,

Stjórnin

15.06.2012 07:35

Þolreið á Landsmóti

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer.

Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní

07.06.2012 08:28

Reiðskóli Kóps 2012

 

Reiðskóli Hmf.Kóps
 
verður fyrir 6 ára og eldri, á Syðri-Fljótum dagana 10.-13. júní (sunnud.-miðvikud.) og 19.-21. júní (þriðjud.-fimmtud.)
 
ATH. Þetta er eitt námskeið en skipt í tvo hluta.
 
Þátttökugjald er kr.12000.- og kr.8000.- fyrir Kópsfélaga (16 ára og yngri).
 
Fyrirkomulag að þessu sinni er þannig að þátttakendur þurfa að mæta með hest
og reiðtygi. Félagið aðstoðar við að koma hrossunum á staðinn.
 
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 21:00 laugardagskv. 9.júní til
Kristínar Ásgeirsd. í síma 8693486.
Hún veitir einnig nánari upplýsingar og tekur við beiðni um hrossaflutninga.
 
Með kveðju
 
Æskulýðsnefnd og stjórn Kóps.

05.06.2012 18:50

Er áhugi á að fá graðhest í sveitina í sumar?

Ég ætla að athuga hvort það sé einhver áhugi að fá graðhest hingað í sveitina í sumar. Það er nefnilega möguleiki á að fá einn af þessum lánaðan í sumar ef áhugi er fyrir því.

Þyrnir frá Þóroddsstöðum; M: Hlökk frá Þóroddsstöðum. F: Galdur frá Laugarvatni

Goði frá Þóroddstöðum, M: Hlökk frá Þóroddsstöðum. F: Gári frá Auðholtshjáleigu

Fáfnir frá Þóroddsstöðum(4.vetra), M: Klukka frá Þóroddsstöðum(1.v). F: Aron frá Strandarhöfða

 

Heiðrún

Gsm: 847-8541

heidrunhuld3@gmail.com

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 192
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 152875
Samtals gestir: 25218
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:40:42