23.06.2012 21:28

3 knapar komust á Landsmót

Um síðust helgi voru Kópsmenn og konur í úrtöku fyrir landsmót. Úrtakan var haldin í Pétursey um leið og Sindri hélt sitt félagsmót og úrtöku.

 

3 knapar fengu rétt til að keppa á Landsmóti:

 

Svanhildur Guðbrandsdóttir í barnaflokki á Stormi frá Egilsstaðakoti ,

Kristín Lárusdóttir í B-flokki á Þokka frá Efstu Grund og

Guðmundur Jónsson í A-flokki  á Vestra frá Hraunbæ.

 

Kópsmenn fengu einnig að taka þátt í úrslitum.

Svanhildur vann barnaflokkinn með glæsibrag og í töltinu fékk Kristín plúsa í bæði forkeppni og úrslitum fyrir prúðmannlega reiðmennsku. Enginn annar keppandi fékk plús.

 

Heildarúrslit mótsins má sjá á Heimasíðu Sindra.

 

Tenglar

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 147341
Samtals gestir: 23747
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:21:25