Færslur: 2015 Júlí

27.07.2015 11:14

Hestaferð Kóps

Hestaferð kóps verður farin 7.-9. ágúst og verður haldið í Landeyjarnar í þetta sinn. 

Á föstudeginum 7. verður lagt af stað frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum kl. 14.00. 

Hægt verður að koma með hross í girðingu á fimmtudeginum ef það hentar fólki betur. 

Á föstudegi verður riðið yfir gömlu Markarfljótsbrúna og endað að Grenstanga í Landeyjum.

Á laugardeginum verður riðið að Álfhólum ásamt því að riðið verður niður á fjöru. 

Á sunnudeginum verður riðið upp með Hólsá/Þverá og endað að Hemlu. 

Fararstjóri á laugardegi verður úr hópi heimamanna í A-Landeyjum en Vignir á Hemlu mun leiða hópinn á sunnudeginum.

Gisting verður að Grenstanga í Landeyjum í uppbúnum rúmum, sameiginleg grillveisla verður á laugardagskvöldinu.
Kostnaði verður haldið í lágmarki en áætlaður kostnaður er um 5-8 þús. á mann.

Skráningu um þáttöku þarf að vera lokið 31. júlí.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellu í Hlíð í síma 487-1363/848-1510, Hjalta í Mörk í síma 487-4675 og Gísla á Geirlandi í síma 893-6940.

15.07.2015 15:56

Vinnukvöld á Sólvöllum

Vinnukvöld á Sólvöllum.

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum fimmtudagskvöldið 23. júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu,  skóflu, sleggju  ofl. Hressing að loknu verki.

 

Stjórn og mótanefnd

15.07.2015 15:54

Hestamannamót Kóps 2015

Hestamannamót Kóps 2015

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 25. júlí n.k. og hefst kl. 10:00

Mótið er opið í A- og B-fl. og Tölti.


Dagskrá verður eftirfarandi:

-Forkeppni  í  B-fl.(opinn öllum), barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk (opinn öllum). 

-Forkeppni í tölti. ( opin öllum). 

-Matarhlé. 

-Á  mótinu  verður  sjoppa  einungis opin í matarhléi, þar sem seldar verða grillaðar pylsur, gos og kaffi.  Ath. enginn posi á staðnum. 

-Mótssetning. 

-Pollaflokkur

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

 

Kappreiðar:

 -150 m. skeið

 - 300 m. brokk

 - 300 m. stökk 

 -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar

(hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið palinapalsd@hotmail.com  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps,www. hmfkopur.123.is (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn  22.júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða ef eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttir í síma 8674919.

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Ef breytingar verða á dagskrá verður það auglýst nánar og einnig birt á heimasíðu Kóps www.hmfkopur.123.is sem og aðrar nýjar upplýsingar um mótið ef einhverjar eru.

  

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps
  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 142861
Samtals gestir: 22944
Tölur uppfærðar: 29.2.2024 12:09:28