Færslur: 2016 Janúar

25.01.2016 11:57

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið verður haldið helgina 6-7.febrúar að Syðri-Fljótum og kennari verður Kristín Lárusdóttir.

Fyrirkomulagið er þannig að þátttakendur mæta með sín eigin trippi. Það vinna tveir og tveir saman og hver tekur sitt trippi en það yrði þá hjálpast að með þau. Þeir yrðu ca. eina klst með þessi tvö trippi bæði laugardag og sunnudag. Síðan yrðu trippin tekin aftur þrjú kvöld í vikunni eftir eða þegar tími hentar. Gott væri ef menn myndu fylgjast með þegar hinir væru að taka sín trippi.

Þetta gera þá fimm skipti á mann og verðið er kr 15.000.

Skráning er hjá Pálínu í síma 867-4919 eða á netfangið palinapalsd@hotmail.com

Um að gera að taka helgina frá og láta þetta tækifæri ekki hjá sér fara.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:31

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps verður haldinn föstudaginn 5.febrúar kl. 20:30 í Kirkjubæjarskóla.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins.
Það verða kaffiveitingar í boði og nýjir félagar eru velkomnir.

Skorum á félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:10

Úrslit folalda- og trippasýningar

Folalda- og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri-Fljótum 8.nóvember 2015
Dómarar voru Ásmundur Þórisson og Elvar Þormarsson
Eigulegasta folaldið að mati dómara og áhorfenda var hestfolaldið Nn frá Prestsbakka undan Brag frá Ytra-Hóli og Gleði frá Prestsbakka og eigulegasta trippið
að mati dómara og áhorfenda var Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II undan Mjölni frá Seglbúðum og Spurningu frá Kirkjubæjarklaustri II.
Merfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015285 Draumey Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Dröfn frá Jórvík 1 Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
2 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Pamela frá Dúki Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
3 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Hagen frá Reyðarfirði Herdís frá Miðhjáleigu Leó Geir Arnarson
Hestfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015185 Nn Prestsbakka Brúnn Bragur frá Ytra-Hóli. Ae. 8,37 Gleði frá Prestsbakka. Ae. 8,70 Jón Jónsson & Ólafur Oddsson
2 IS2015185 Nn Jórvík 1 Jarpstjörnóttur Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Stjarna frá Brjánslæk Ásgerður G. Hrafnsdóttir & Soffía Gunnarsdóttir
3 IS2015185 Hagalín Jórvík 1 Jarpur Hagen frá Reyðarfirði. Ae. 8,32 Drótt frá Reykjavík Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
Mertrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013285456 Elva Syðri-Fljótum Rauðblesótt Penni frá Eystra-Fróðholti. Ae. 8,23 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
2 IS2014285456 Embla Syðri-Fljótum Brún Konsert frá Korpu. Ae. 8,61 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014285100 Aþena Kirkjubæjarklaustri II Móbrún Glaður frá Prestsbakka. Ae. 8,41 Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
Hesttrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013185100 Seifur Kirkjubæjarklaustri II Brúnstjörnóttur Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
2 IS2013185456 Þyrnir Syðri-Fljótum Brúnn Álfur frá Selfossi. Ae. 8,46 Eldey frá Fornusöndum. Ae.8,10 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014185081 Nn Hörgsdal Rauðblesóttur Haukur frá Haukholtum. Be. 8,18 Bleik-Blesa frá Hemlu I Sigurður Vigfús Gústafson
Hestamannafélagið Kópur þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegan dag 

20.01.2016 19:06

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.


Heyefnagreining 1.   Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. 

Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.


Heyefnagreining 3.   Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar.
Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen.

Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.


Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.


Getum einnig útvegað  leiðbeiningu ef  óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).


Þið þurfið að senda okkur sýni  fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir  20. hvers mánaðar.  
Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). 
Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.


Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. 

Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.


Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. 
Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.


Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur.


Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er
einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden.

Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.


Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í
mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar.

Auðvelt er að geyma sýnin fryst.


Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf

Ásvegi 4, Hvanneyri

311 Borgarnes


Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.


Með bestu kveðju
Elísabet Axelsdóttir

Efnagreining ehf
Ásvegi 4 
Hvanneyri 
311 Borgarnes
  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 327
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 177255
Samtals gestir: 32861
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:06:32