Færslur: 2014 Júlí

30.07.2014 21:48

Hestaferð Kóps

 

Helgina 8-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður riðið um  Mýrdalinn.


Á föstudagskvöldinu verður farið í stuttan reiðtúr til að hrista fólk saman.

Á laugardeginum verður farið í lengri reiðtúr og grillað saman um kvöldið. Gist verður á Eyrarlandi.

Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. 

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

 

Skráning fer fram hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is  eða hjá Ingibjörgu í síma 8690912 eða email ingibjorgrimur@gmail.com

 

Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting á Eyrarlandi og matur á laugardagskvöldinu.

 

Ferðanefnd Kóps

 

22.07.2014 08:48

Úrslit Hestaþings Kóps

Hestaþing Kóps var haldið að Sólvöllum í Landbroti 20. júlí sl. Dómarar voru Sigurbjörn Viktorsson, Jón Þorberg Steindórsson og Jóhann G. Jóhannesson.
 
Fegursti gæðingur Kóps var valinn Þokki frá Efstu Grund,knapi Kristín Lárusdóttir.
 
Hér má sjá úrslit mótsins:  Kopur_20072014.xlsx

21.07.2014 22:32

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Á ný afstöðnu Hestaþingi Kóps voru í fyrsta sinn veittir farandgripir, sem félagið fékk að gjöf í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Annars vegar var það áletraður skjöldur sem veittur er Fegursta gæðingi Kóps, gefinn af Vigni Siggeirssyni frá Snæbýli í Skaftártungu, nú bónda í Hemlu.

 Þokki frá Efstu-Grund var valinn fegursti gæðingur Kóps að þessu sinni og knapi á honum var Kristín Lárusdóttir og  varðveitir hún því gripinn nú í eitt ár.

Hinn gripurinn er „Silfurskeifan“ farandgripur sem  veittur er efsta hesti í eigu félagsmanns Kóps, í B-flokki gæðingi. Verðlaunagripurinn er  til minningar um Ásgeir Pétur Jónsson, gefinn af eiginkonu hans, Fjólu Þorbergsdóttur og börnum hans Jóni, Guðlaugu og Kristínu og fjölskyldum þeirra.

Efsti félagshestur í B-flokki gæðinga að þessu sinni var Öngull frá Prestbakka. Eigendur hans eru Ólafur Oddsson í Mörtungu og Jón Jónsson á Prestsbakka. Knapi var Árni Gunnarsson í Vík. Varðveita þeir því gripinn næsta árið.

Félagið færir Vigni, og Fjólu og fjölskyldu bestu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

 
 

 

 

 

16.07.2014 12:42

Hestaþingi frestað fram á sunnudag!

Hestaþingi Kóps sem auglýst var á laugardaginn verður frestað fram á sunnudaginn 20. júlí.

Mótið hefst kl. 11.00.


16.07.2014 09:08

Hestaferð Kóps

Helgina 8.-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Mýrdalinn.

Takið helgina frá

Nánar auglýst síðar 

Ferðanefnd Kóps

09.07.2014 22:29

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum miðvikudagskvöldið 16. Júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu, hamar, naglbít, skóflu, sleggju  ofl. Hressing að loknu verki.

Stjórn og mótanefnd.

09.07.2014 22:26

Hestaþing Kóps 2014

Hestaþing Kóps 2014

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 19. júlí n.k.

Mótið hefst kl. 10:00 og dagskrá verður eftirfarandi:

 

-Forkeppni  í  pollafl., B-fl., barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk.

-Forkeppni í tölti.

-Hlé.

-Mótssetning.

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

-Keppni  í  þrautabraut ef tími og skráningar leyfa. Skráning á staðnum.

Kappreiðar:

  -150 m. skeið

  - 300 m. brokk

  - 300 m. stökk

  -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar  (hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið fljótar@simnet.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Skráning er á heimasíðu Kóps, (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 þriðjudaginn 15. Júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Kristínu Lár. í síma 4874625/8980825.

 

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps

08.07.2014 17:22

Íslandsmótið í hestaíþróttum 22. - 27. júlí

 

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. – 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót – Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

 

 
  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 147371
Samtals gestir: 23748
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:10:07