Færslur: 2013 Febrúar

19.02.2013 09:58

Tilkynning til félagsmanna Kóps.

Fjórðungsmót verður haldið á Hornafirði  21.-23. júní n.k.

Hornfirðingar hafa boðið okkur að taka þátt.

Sindramenn verða með úrtöku fyrir mótið samhliða félagsmótinu sínu og hafa góðfúslega leyft okkur að vera með í því.

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórnin

18.02.2013 07:37

Menningarferð Kóps

Menningarferð hestamannafélagsins Kóps verður farin 14. Mars.

Lagt verður af stað um hádegi. Nánar auglýst síðar hér á heimasíðunni.

Ætlunin er að fara og sjá Töltkeppni Meistaradeildarinnar sem verður um kvöldið. Einnig verður farið í heimsókn til Páls og Hugrúnar í Austurkoti.

Þeir sem hafa hug á að koma með  eru beðnir að hafa samband við Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is ekki seinna en 4.mars.

 

Reiðnámskeið verður með Páli Braga 6 og 7 apríl ef næg þáttaka fæst.

Þeir sem vilja koma á námskeið vinsamlegast skrái sig hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is  ekki seinna en 4.mars. Þeir sem komu á námskeið hvattir til að skrá sig og það verður pláss fyrir fleiri.

07.02.2013 09:08

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

verður haldinn á Hótel Geirlandi föstudaginn 15. febrúar n.k. kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141902
Samtals gestir: 22764
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 23:19:09