Færslur: 2018 Mars

27.03.2018 10:30

Páskabingó!


Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 31.mars nk. kl. 14:00.


Góðir vinningar eru í boði t.d. páskaegg og fleira veglegt og flott!
Spjaldið kostar 750 kr, enginn posi verður á staðnum.


Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!


Fjáröflunarnefnd Kóps

21.03.2018 19:49

Hestamannafélagið Kópur auglýsir!


Stefnt er að því að vera með sætaferð á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna sem haldin verður í Rangárhöllinni þann 29 mars nk. Húsið opnar kl 19:00 og sýningin hefst kl. 20:00.

Hugmyndin er taka daginn snemma og koma við á einu til tveimur hrossaræktarbúum fyrr um daginn og fara svo út að borða áður en sýningin hefst. Forsala miða er hafin og þar af leiðandi þurfum við að vita hversu margir ætla að fara í síðasta lagi á sunnudagskvöld svo hægt sé að panta miða en miðaverð á sýninguna er 2.900 kr á mann.

Tímasetningar, staðsetningar og allar aðrar mögulegar upplýsingar verða veittar þegar nær dregur en hægt er að panta miða hjá Öddu í síma 866-5165 eða í netfangið adda159@gmail.com sem fyrst.

Stjórn Hmf. Kóps

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141775
Samtals gestir: 22761
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 21:30:58