Færslur: 2014 Apríl

22.04.2014 15:48

Firmakeppni Hestamannafélagsins Sindra

FIRMAKEPPNI HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA.

Firmakeppni Hmf Sindra verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. apríl kl 13:00

Keppt verður í Polla-, barna-, unglina-, unghrossa-, kvenna- og karlaflokki (í þessari röð) 

skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20:00 á föstudag. 

Keppnisfyrirkomulag er inn á Sindrasíðunni undir lög og reglur ef einhverjum vantar upplýsingar um það. 

Mótanefnd er í óðaönn að safna firma hjá einstaklingum og fyrirtækjum þessa dagana. Ef einhverjir utan félagssvæðis langar að styrkja okkur og kaupa firma (kostar 1000 kr) þá má hafa samband við okkur í mótanefnd eða senda póst á netfangið solheimar2@gmail.com.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góðann dag.

Mótanefnd

15.04.2014 16:38

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Firmakeppni Kóps og hátíðardagskrá

Höfum gaman og fögnum sumri saman!!

Dagskrá sumardagsins fyrsta er svohljóðandi;

 

Kl 12:00 Firmakeppni hestamannafélagsins Kóps á Sólvöllum.

 

Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki.

 

Æskilegt er að skráningar berist á netfangið sj@icehotels.is

eða í síma 857-1973 fyrir kl. 20:00 á þriðjudegi 22.apríl n.k.

en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum.

 

Eftir Firmakeppnina er hópreið á Klaustur.

 

Kl 15:00 Kvenfélagskaffi og bingó í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Kvenfélagskaffi kr 1500/ Frítt fyrir grunnskólaaldur.

Bingóspjaldið kr 500.

 

Íþróttamaður ársins krýndur.

Teymt undir börnum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps,

Hestamannafélagið Kópur,

Æskulýðs og íþróttanefnd Skaftárhrepps.

 

kær kveðja og gleðilega Páskahátíð!!!!

 
 

 

 
 
 

14.04.2014 16:33

Páskabingó - Páskabingó

 

verður haldið í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 19.apríl n.k og hefst  kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 500 kr.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

02.04.2014 16:31

Páskabingó Páskabingó


Páskabingó verður haldið í Tunguseli 19.apríl n.k

 

Nánar auglýst síðar.

 

Fjáröflunarnefnd Kóps.

01.04.2014 08:47

Skemmtiferð aflýst.

 

Ekki náðist viðunandi þátttaka í ferðina á töltkeppnina svo við aflýsum henni hér með.

Það gengur bara betur næst.

 

Kveðja

Stjórnin.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141792
Samtals gestir: 22762
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 21:53:15