17.07.2012 12:28

Hestaþing Kóps 2012

 

Hestaþing Kóps 2012.

Hestaþing Kóps árið 2012 verður haldið að Sólvöllum í Landbroti, laugardaginn 28.júlí n.k. og hefst kl. 10:00 á forkeppni. Aðgangseyrir er kr.1500, frítt fyrir 12 ára og yngri, og mótsskrá kr.500.

Sjoppa verður á staðnum. Ath. enginn posi.

 

Keppt verður í : pollaflokk (9ára og yngri),barnaflokk, unglingaflokk,ungmennaflokk, A og B flokki gæðinga, tölti, 100 og 150m. skeiði, 300m.stökki, 300m. brokki  og ,,smala“ (þrautabraut).

 

Skráningar þurfa að berast á netfangið  fljotar@simnet.is fyrir kl. 22:00 fimmtudagskvöldið 26.júlí. Fram þarf að koma IS númer hests og kennitala knapa.

Skráningargjöld greiðast fyrir þátttöku í A og B fl., ungmennafl. og tölti og greiðist við skráningu á reikn. 317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið sigfrag@gmail.com, þar sem fram kemur fyrir hvaða hest  er greitt. 

Gjaldið er 2500 kr. á fyrsta hest hjá knapa, 2000 kr. á annan, 1500 kr.á þriðja og svo fr.v. Aðgangseyrir er  innifalinn fyrir knapa.

 

Skráningargjöld í kappreiðar(allar greinar) eru 500 kr. á hest og greiðist á sama hátt.

 

Dagskrá  mótsins:

 

Forkeppni:

Pollaflokkur

Barnaflokkur

B-flokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-flokkur

Tölt

Mótssetning.

Kappreiðar

300m.stökk

300m. brokk

150.m skeið

Seinni sprettir

Smali

Úrslit

Sama röð og í forkeppni.

100m. skeið með fljótandi starti.

Mótsslit.

 

 

Með kveðju og von um góða þáttöku

Stjórn og mótanefnd  Kóps.

 

Tenglar

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217377
Samtals gestir: 40389
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:15