17.07.2012 12:34

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Vinnukvöld á Sólvöllum

Mánudagskvöldið 23. júlí n.k. er ætlunin að hafa svokallað vinnukvöld á Sólvöllum þar sem á að koma saman og laga til og fegra og prýða á mótssvæðinu okkar. Við auglýsum eftir vinnufúsum sjálfboðaliðum í verkefnið. Mæting er kl. 19:00 eða síðar þeim sem það hentar. Gott að hafa með t.d. skóflu, hrífu og tól til einföldustu lagfæringar á girðingum. Hressing í boði að loknu verki.

 

Æfingatímar fyrir Kópsmót, fyrir alla aldurshópa.

 Miðvikudag 25. júlí og fimmtudag 26. júlí er boðið upp á æfingartíma fyrir keppni á hestamannamótinu.

Umsjón hefur Kristín Lárusdóttir og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við hana í síma 4874725, gsm 8980825 eða netfangið fljotar@simnet.is í síðasta lagi um hádegi á miðvikudag.

Mikilvægt er að panta sér tíma því hún þarf að raða eftir aldri og úthluta tímum.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 569
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217475
Samtals gestir: 40408
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:22