02.08.2012 13:20

Hestaferð Kóps

 

Helgina 10. - 12. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Álftaverið.

Riðið verður að Herjólfsstöðum á föstudeginum svo verður farinn útreiðartúr á laugardeginum undir styrkri stjórn Herjólfsstaðamæðgna og grillað saman um kvöldið og síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. Gist verður í Herjólfsstaðaskóla.

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 7. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

Skráning fer fram hjá Kára í síma 868-0542 eða á antonkarih@gmail.com eða hjá Sissa í síma 8689126 eða á sigfrag@gmail.com .

Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting í Herjólfsstaðaskóla og matur á laugardagskvöldið

Þeir sem ætla með rekstrinum frá Klaustri eru beðnir um að vera í sambandi við Kára eða Sissa um það hvenær verður lagt af stað, eins þeir sem vilja koma í hópinn á leiðinni.

 

Ferðanefnd Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 259947
Samtals gestir: 45626
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:06