11.03.2013 07:56
Fundargerð Aðalfundar Kóps 15. febrúar 2013 fyrir árið 2012
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps haldinn 15.febrúar 2013 fyrir árið 2012
- Fundur settur , formaður Kristín Ásgeirsdóttir setur fund. Formaður stakk upp á Antoni Kára sem fundarstjóra og Kristínu Lárusdóttur sem fundarritara. Það samþykkt. Kári bauð alla velkomna. 14 mættir.
- Skýrsla stjórnar. Anton Kári les skýrslu stjórnar f.h. Kristínar. Hún samþykkt.
- Fundaritari Kristín Lárusdóttir les fundagerð síðasta aðalfundar , hún borin upp til samþykktar. Hún samþykkt.
- Gjaldkeri Sigurjón Fannar Ragnarsson les upp reikninga og útskýrir þá. Bornir upp til samþykktar. Gjöld 2.255.724,- tekjur 3.146.237,- veltufjármunir alls 2.209.8010,- fastafjármunir 9.005.308,- Eignir alls 11.215.109,-. Reikningar samþykktir.
- Lagabreytingar engar lagabreytingar
- Framtíð mótsvæðis og uppbygging þess. Anton Kári fjallaði um hugmyndir félagsins. Hörður Davíðsson kom með yfirlýsingu varðandi samstarf við hestamannafélagið á fundinn.Yfirlýsingin var eftirfarandi:
Yfirlýsing Harðar Davíðssonar Efri Vík vegna leigu á landi til Hestamannafélagsins Kóps á svæði sem félagið hefur haft til afnota undanfarin 40 ár:
Undirritaður óskar eftir og samþykkir að eftirfarandi ákvæði verði í væntanlegum leigusamningi.
Leigutími:
Leigusamningurinn verði til hámarks fjölda ára (reglur um tímalengd) með framlengingu ákvæði á leigu.
Leigukjör:
Leiga á landi kr. 1 ( ein króna) í fimm ár, eða þangað til reiðhöll verður tekin í notkun. Reiðhöll verði fjölnotahús sem Ferðaþjónustan í Efri Vík (Hótel Laki) getur markaðssett sem afþreyingu fyrir gesti í samvinnu við rekstararnefnd hússins. Þessi notkun hússins verður reiknuð sem leiga til landeiganda, þó að hámarki kr. 400.000.- að verðgildi byggingavísit. 15. Mars 2013.
Fundin verður út verðskrá fyrir notkun hússins og þegar leiguupphæð er náð greiðir leigusali fyrir notkun hússins samkv.gjaldskrá.
Ef ekki verður byrjað á reiðhöll-skemmu, innan 5 ára frá 15. Mars n.k. fellur leigu –og lóðasamningurinn úr gildi.
Staðfest 13.mars 2013
Hörður Davíðsson
Anton Kári sagði að Sólvellir væru afmarkaðir í gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps og að ekki hafi verið rætt um að færa svæðið eitthvert annað. Gísli Kjartansson taldi erfitt að byggja reiðhöll á næstu 5 árum. Anna spurði Hörð hvaða starfsemi hann sæi fyrir sér í húsinu. Hann sagði það óplægðan akur. Samþykkt að leggja fram eftirfarandi tillögu:
Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps haldinn 15. febrúar 2013 samþykkir að stjórn hestamannafélagsins verði í áframhaldandi viðræðum við Hörð Davíðsson v. samnings um mótsvæðið. Síðan verði haldinn félagsfundur um málið. Samþykkt
- Kosningar
- Kosin stjórn samkv. 5. grein
Sama stjórn kosin áfram
- Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara
Gísli Kjartansson og Kjartan Magnússon. Varamaður Guðbrandur Magnússon
- Kosnir fulltrúar á USVS þing
Stjórn
- Kosið í starfsnefndir félagsins
- Ferðanefnd
Gunnar Sigurjónsson formaður, Sverrir Gíslason og Kristín Ásgeirsdóttir
- Mótanefnd
Gunnar Pétur Sigmarsson formaður, Arnhildur Helgadóttir, Rúnar Þorri Guðnason, Guðrún Hvönn Sveinsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir
- Reiðveganefnd
Gísli Kjartansson formaður, Jón Þ Þorbergsson, Örvar Egill Kolbeinsson
- Firmanefnd
Fanney Ólöf Lárusdóttir formaður, Pálína Pálsdóttir og Sigurður Kristinsson
- Fjáröflunar og veitingarnefnd
Sigrún Böðvarsdóttir formaður, Sveinn Hreiðar Jensson og Dagbjört Agnarsdóttir
- Æskulýðsnefnd
Kristín Ásgeirsdóttir formaður, Þórgunnur María Guðgeirsdóttir og Sigurjón Fannar Ragnarsson
- Tillögur frá stjórn
2 tillögur komu frá stjórn hestamannafélagsins, voru þær eftirfarandi:
Aðalfundur Hmf.Kóps haldinn á Geirlandi 15.2. 2013 samþykkir að félagsgjöld fyrir 16 ára og yngri og 70 ára og eldri verði kr.2500 og kr. 5000 fyrir 17 ára – 69 ára.
Samþykkt
Aðalfundur Hmf.Kóps haldinn á Geirlandi 15.2. 2013 samþykkir að stofna Framkvæmdareikning Hmf. Kóps.
Hlutverk reikningsins er að varðveita fé það sem eingöngu er ætlað til uppbyggingar og framkvæmda á mótsvæði félagsins. Inn á reikninginn rynni það fé sem væri aflað til þessa verkefnis svo og frjáls framlög. Aðalfundur hvers árs getur einnig ákveðið að föst upphæð af árgjöldum félagsins það ár greiðist inná reikninginn. Greiðslur af reikningnum verði samkvæmt reglum þar um.
Reglur varðandi Framkvæmdareikning Hmf. Kóps.
Stjórn félagsins hefur umsjón með reikningnum eins og öðrum fjármunum félagsins. Stofna skal sér bankareikning en að öðru leyti skal ekki aðgreina reikningsskil frá reikningum félagsins. Prókúru hafa gjaldkeri og formaður fálagsins. Eingöngu skal greitt af reikningnum til verkefna sem tilheyra framkvæmdum á mótssvæði félagsins samkvæmt gögnum þar um.
Samþykkt
- Kaffihlé
- Nýir félagar samþykktir í félagið
Rúnar Þorri Guðnason
Pálína Pálsdóttir
Hólmfríður Guðlaugsdóttir
Dagbjört Agnarsdóttir
Urður Elín Nökkvadóttir
Sverrir Gislason
Sigurður Gísli Sverrisson
Karitas Heiðbrá Harðardóttir
Guðbjört Mánadóttir
Hörður Davíðsson
- Önnur mál
Bréf hefur borist frá formanni Hornfirðings, Bryndísi Hólmarsdóttur þar sem Kóp er boðið að taka þátt á fjórðungsmóti á Austurlandi sem haldið verður á Fornustekkum í Hornafirði 21-23. júní. Vel er tekið í þetta boð.
Borist hefur bréf frá Héraðsskjalasafninu í Skógum þar sem það bíðst til að varðveita skjöl fyrir hestamannafélagið. Ef áhugi er fyrir hendi vilja þeir fá skjöl frá því fyrir 2000. Undir bréfið skrifar Einar G. Magnússon.
Samþykkt að taka þessu boði
Það vantar tilnefningu frá hestamannafélaginu í framkvæmdarnefnd LM 2014
Vísað til stjórnar
Félagið ætlar í fjáröflun. Það er verið að starta happdrætti. Búið er að fá 9 folatolla
Félagið ætlar að standa fyrir skemmtiferð á Meistaradeildina, töltkeppnina 14.mars. Ætlum við að koma við hjá Páli og Hugrúnu í Austurkoti og skoða hjá þeim.
Páll Hólmarsson kemur og verður með námskeið fyrstu helgina í apríl ef næg þáttaka fæst
Ekki fleira tekið fyrir
Anton Kári sleit fundi