18.03.2013 10:52
Fréttir frá æskulýðsnefnd Kóps
Kæri/kæru félagsm. í Kóp.
Nú ætlum við í æskulýðsnefnd Kóps að leyfa ykkur að heyra hvað við höfum uppá að bjóða fyrir krakka og unglinga í Kóp, á næstunni.
Fyrst er reiðnámskeið sem er 1x í viku í 4 skipti. Fyrsta skipti 22.mars . Já, við vitum að þetta er stuttur fyrirvari en ekki er orðið auðvelt að finna pláss á dagatalinu fyrir afþreyingu þannig að ekki stangist á við annað.
Firmakeppni er 13.apríl þar sem keppt er í barna og unglingaflokk.
Sunnudaginn 14. apríl er fyrirhuguð skemmtiferð fyrir krakkana og foreldra á Hestafjör 2013 sem haldið er í Sleipnishöllinni á Selfossi. Þetta er skemmtun sem félögin á Suðurlandi standa fyrir og krakkar og unglingar sjá um sýningaratriðin. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla og við skorum á ykkur að koma með í þessa ferð. Eftir sýningu á að skella sér í pizzupartý á einhvern góðan stað á leiðinni.
Allt þetta verður auglýst nánar síðar nema fyrsti námskeiðsdagurinn hann er auglýstur hér með núna. Þeir sem áhuga hafa á því vinsamlegast skrái sig sem allra fyrst, hjá Kristínu Á. í síma 8693486 eða Mæju í síma 8571973 og þær veita einnig nánari upplýsingar. Námskeiðið verður haldið á Fljótum og kennari verður Kristín Lárusd. Nemendur þurfa að hafa hest til umráða og vera skuldlausir við félagið. Námskeiðsgjaldi verður reynt að halda í lágmarki.
Með von um gott samstarf.
Æskulýðsnefnd Kóps
Stína, Mæja og Sissi.