11.06.2013 07:51
Dagskrá Hestaþings Sindra
Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013.
Á Sindravelli við Pétursey.
Drög að Dagskrá:
Laugardagur 15. júní:
Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.
Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið
Kl 13:00 Hópreið, mótsetning
Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).
Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)
Kl 19:00 Opin töltkeppni. 1. verðlaun 50.000 kr í reiðufé
Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni
Sunnudagur 16. júní:
Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki
Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)
100 m fljótandi skeið
150 m skeið -
250 m skeið -
300 m brokk -
300 m stökk -
Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.
Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.
Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri. Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní. Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.
Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.