11.07.2013 14:28

Hestaíþróttahátíð USVS í Pétursey 20.júlí

Hestaíþróttahátíð USVS verður haldin laugardaginn 20. júlí. Hægt er að skrá sig með því að fara inná sportfengur.com og velja skráningakerfi.
 

Velja þarf Kóp sem hestamannafélag sem heldur mótið til að finna héraðsmótið.

Þeir sem ætla að skrá í pollaflokk þurfa að velja Tölt T1 Annað.
 

Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 18.júlí kl.23.59.

Ef vandamál koma upp við skráningu þá er hægt að hringja í Kristínu Lár í síma 4874725.
 

Það verður keppt í pollaflokki,  tölti og fjórgangi í barnaflokki, tölti, fjórgangi og fimmgangi í unglinga, ungmenna  og opnum flokki. Í lokin verður 100m skeið í opnum flokki.

 

Vonumst við til að sjá sem flesta keppendur á öllum aldri.
 

Hestamannafélögin Kópur og Sindri

Tenglar

Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1607
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 363364
Samtals gestir: 52801
Tölur uppfærðar: 15.12.2025 22:50:52