04.03.2014 09:02
Aðalfundargerð 2014
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps haldinn 21.febrúar 2014 fyrir árið 2013
- Fundur settur , formaður Kristín Ásgeirsdóttir setur fund. Formaður stakk upp á Sverri Gíslasyni sem fundarstjóra og Kristínu Lárusdóttur sem fundarritara. Samþykkt. Sverrir bauð alla velkomna, stoltur og ánægður með traustið. 10 mættir.
- Fundarritari Kristín Lárusdóttir les fundargerð síðasta aðalfundar, hún borin upp til samþykktar. Hún samþykkt.
- Skýrsla stjórnar. Kristín Ásgeirsdóttir les skýrslu stjórnar. Skýrslan samþykkt.
- Gjaldkeri Sigurjón Fannar Ragnarsson les upp reikninga og útskýrir þá. Bornir upp til samþykktar. Gjöld 2.899.586,- tekjur 2.192.135,- veltufjármunir alls 1.509.350,- fastafjármunir 8.982.798,- Eignir alls 10.492.139,-. Reikningar samþykktir samhljóða.
- Lagabreytingar. Engar lagabreytingar.
- Tillaga frá stjórn
Aðalfundur Hmf.Kóps haldinn á Geirlandi 21.2. 2013 samþykkir að félagsgjöld fyrir 16 ára og yngri og 70 ára og eldri verði kr. 2500 og kr. 5000 fyrir 17 ára – 69 ára.
Samþykkt.
- Kosningar
- Kosin stjórn samkv. 5. grein.
Kristín Ásgeirsdóttir kosin formaður áfram með lófataki.
Sigurjón Fannar Ragnarsson og Ása Gróa Hrafnsdóttir ætla að víkja úr stjórn. Rannveig Ólafsdóttir og Gunnar Pétur Sigmarsson kosin í stjórn. Varamenn Jón Atli Jónsson og Sæunn Káradóttir.
- Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
Gísli Kjartansson og Sverrir Gíslason. Varamaður Guðbrandur Magnússon
- Kosnir fulltrúar á USVS þing
Stjórn
- Fulltrúar á LH þing. Formaður og varaformaður
- Kosið í starfsnefndir félagsins
- Ferðanefnd
Kristín Lárusdóttir formaður, Hafdís Þorvaldsdóttir og Ingibjörg Matthíasdóttir
- Mótanefnd
Anna Harðardóttir, formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Jón Geir Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Bjarney Birta Atladóttir
- Reiðveganefnd
Anton Kári Halldórsson formaður, Örvar Egill Kolbeinsson, Sigurður Vigfús Gústafsson
- Firmanefnd
Þórgunnur María Guðgeirsdóttir formaður, Sveinn H Jensson, Gísli Kjartansson
- Fjáröflunar og veitingarnefnd
Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir formaður,Rannveig Ólafsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason
- Æskulýðsnefnd
Kristín Ásgeirsdóttir formaður, Svanhildur Guðbrandsdóttir og Sigurjón Fannar Ragnarsson
- Kaffihlé
- Nýir félagar samþykktir í félagið
Guðjón Bergsson
Valgerður Erlingsdóttir
Sæunn Káradóttir
- Önnur mál
Gísli Kjartansson spurði um hvernig stæðu samningar við Hörð í Efri Vík varðandi Sólvelli.
Ekki er búið að hafa samband við Hörð en búið er að hafa samband við Skaftárhrepp um samvinnu en á Stjórnarsandi er skipulögð útivistarlóð sagði Kristín Ásgeirsdóttir. Málin rædd fram og aftur varðandi keppnissvæði.
Kristín Ásgeirsdóttir spurði hvort fólk vildi ekki fá nýjan félagsbúning.
Vísað til stjórnar og vonar fundurinn að nýjir jakkar verði komnir fyrir hópreið á Landsmóti 2014.
Stjórn falið að skipuleggja menningarferð.
Stjórn falið að skipuleggja beina útsendingu úr meistaradeildinni á Hótelinu.
Námskeið, rætt um hvort halda eigi námskeið.
Búið er að færa Íslandsmót fullorðina og yngri flokka á sömu helgi og var búið að setja hestamannamót Kóps. Vísað til stjórnar í samvinnu við mótanefnd um að ákveða hvort eigi að færa mótið okkar.
Ekki fleira tekið fyrir
Fundastjóri sleit fundi