09.07.2014 22:26

Hestaþing Kóps 2014

Hestaþing Kóps 2014

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 19. júlí n.k.

Mótið hefst kl. 10:00 og dagskrá verður eftirfarandi:

 

-Forkeppni  í  pollafl., B-fl., barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk.

-Forkeppni í tölti.

-Hlé.

-Mótssetning.

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

-Keppni  í  þrautabraut ef tími og skráningar leyfa. Skráning á staðnum.

Kappreiðar:

  -150 m. skeið

  - 300 m. brokk

  - 300 m. stökk

  -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar  (hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið fljótar@simnet.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Skráning er á heimasíðu Kóps, (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 þriðjudaginn 15. Júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Kristínu Lár. í síma 4874625/8980825.

 

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217377
Samtals gestir: 40389
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:15