21.07.2014 22:32

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Á ný afstöðnu Hestaþingi Kóps voru í fyrsta sinn veittir farandgripir, sem félagið fékk að gjöf í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Annars vegar var það áletraður skjöldur sem veittur er Fegursta gæðingi Kóps, gefinn af Vigni Siggeirssyni frá Snæbýli í Skaftártungu, nú bónda í Hemlu.

 Þokki frá Efstu-Grund var valinn fegursti gæðingur Kóps að þessu sinni og knapi á honum var Kristín Lárusdóttir og  varðveitir hún því gripinn nú í eitt ár.

Hinn gripurinn er „Silfurskeifan“ farandgripur sem  veittur er efsta hesti í eigu félagsmanns Kóps, í B-flokki gæðingi. Verðlaunagripurinn er  til minningar um Ásgeir Pétur Jónsson, gefinn af eiginkonu hans, Fjólu Þorbergsdóttur og börnum hans Jóni, Guðlaugu og Kristínu og fjölskyldum þeirra.

Efsti félagshestur í B-flokki gæðinga að þessu sinni var Öngull frá Prestbakka. Eigendur hans eru Ólafur Oddsson í Mörtungu og Jón Jónsson á Prestsbakka. Knapi var Árni Gunnarsson í Vík. Varðveita þeir því gripinn næsta árið.

Félagið færir Vigni, og Fjólu og fjölskyldu bestu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

 
 

 

 

 

Tenglar

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217377
Samtals gestir: 40389
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:15