30.07.2014 21:48
Hestaferð Kóps
Helgina 8-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður riðið um Mýrdalinn.
Á föstudagskvöldinu verður farið í stuttan reiðtúr til að hrista fólk saman.
Á laugardeginum verður farið í lengri reiðtúr og grillað saman um kvöldið. Gist verður á Eyrarlandi.
Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum.
Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.
Skráning fer fram hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is eða hjá Ingibjörgu í síma 8690912 eða email ingibjorgrimur@gmail.com
Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting á Eyrarlandi og matur á laugardagskvöldinu.
Ferðanefnd Kóps