07.08.2014 19:24

Dagskrá hestaferðar Kóps

Jæja kæru félagar,

 

Þá fer að bresta á hestaferð og er hugmynd að dagskrá eftirfarandi:
 

Á morgun, föstudag, verður riðið í kringum Hjörleifshöfða. Lagt verður af stað kl. 17.
 

Á laugardagsmorgun verður farið frá Heiði og riðið niður í Kerlingadal (bakdyramegin).

Lagt verður af stað kl 11 á laugardagsmorgun.
 

Á laugardagskvöldið verður kjötsúpa á boðstólum fyrir þreytta ferðalanga.
 

Gist verður á  Eyrarlandi. Það þarf að taka með sér dýnur fyrir þá sem ætla að gista.

 

Kv. ferðanefnd Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 271
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 320156
Samtals gestir: 51479
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 01:51:38