15.02.2015 13:06

RANGÁRHÖLLIN 2. APRÍL: STÓRSÝNING SUNNLENSKRA HESTAMANNA!

Stórsýning sunnlenskra hestamanna verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu á skírdagskvöld, hinn 2. apríl næstkomandi. Það er Rangárhöllin sem gengst fyrir sýningunni í samstarfi við sunnlenska hestamenn og hrossaræktendur. 
Dagskrá sýningarinnar verður kynnt á næstu dögum, en stefnt er að því að þarna komi fram úrval hrossa af Suðurlandi, stóðhestar, gæðingar, ræktunarhópar og afkvæmahópar.

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna unga stóðhesta, á fjórða og fimmta vetur, og einnig munu koma fram eldri og þekktari hestar sem þegar hafa sannað gildi sitt sem afkvæmahestar. Nokkrir þekktir stóðhestar verða einnig hafðir til sýnis í hléi þar sem
gestir munu geta virt þá fyrir sér í návígi.

Á næstu dögum verður haft samband við fjölda hrossaræktenda og eigenda hesta vegna sýningarinnar, en áhugasamir eru einnig hvattir til að hafa samband við Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu til að fá frekari upplýsingar. 
Engin skráningargjöld verða tekin vegna hesta sem taka þátt og verði aðgöngumiða verður mjög stillt í hóf.

Aðstandendur sýningarinnar hvetja hestamenn til að taka kvöldið frá, þetta er á skírdagskvöld í miðri páskahelginni og örugglega verður mikil umferð hestamanna um héraðið þessa daga og margir byrjaðir að huga að stóðhestanotkun fyrir vorið og
sumarið. 

Nánari fréttir munu berast næstu daga.

Tenglar

Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 259888
Samtals gestir: 45624
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:12