22.06.2015 14:54

Fjórðungsmót Austurlands 2015

Fjórðungsmót Austurlands 2015

 

Félögum í Kóp stendur til boða að senda 4 keppendur í hvern flokk á FM 2015 á Austurlandi.


Ef einhverjir félagsmenn hafa áhuga á þessu, vinsamlegast hafið þá samband sem fyrst við Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486.


Skráningar þurfa að berast fyrir 26. júní og fara þær fram í gegnum stjórn Kóps. Stjórn áskilur sér rétt til að ákvarða um þátttöku í gæðingakeppninni útfrá einkunnum og árangri keppenda á árinu.

 

Í opnu flokkana þ.e. tölt, skeið og opna stóðhestakeppni, er öllum frjáls þátttaka og þá er skráning og greiðsla skráningargjalda á ábyrgð knapa.

 

Upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu Fjórðungsmóts Austurlands 2015.

 

Stjórn Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 450
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 345057
Samtals gestir: 52172
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 22:04:02