27.10.2015 10:03

Spurningakeppni hestamanna

Spurningakeppni hestamanna

Hrossarækt ehf og LH eru að undirbúa spurningakeppni hestamanna sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Spurningarnar verða samdar af valinkunnum hestamönnum og verða um hestatengt efni. Þættirnir verða teknir upp í nóvember og gefst öllum hestamannafélögum innan Landssambands hestamannafélaga tækifæri á að senda lið sem líklega verða tveggja manna. Skráningar þurfa að berast fyrir 10. nóvember. Eru ekki einhverjir áhugasamir Kópsfélagar sem væru til með að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni?

Kveðja
Stjórn Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 481
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 885
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 381325
Samtals gestir: 53393
Tölur uppfærðar: 30.1.2026 02:03:49