05.06.2017 20:53

Reiðnámskeið hjá hestamannafélaginu Kópi

Haldið verður reiðnámskeið á Syðri-Fljótum dagana 13, 14, 15, 19. og 20. júní. Kennt verður á kvöldin.
Reiðkennari verður Arnhildur Helgadóttir menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri, gert er ráð fyrir hópkennslu og einstaklingsmiðaðri kennslu fyrir fullorðna og lengra komna.
Þátttökugjald fyrir krakka: 5.000 kr., fyrir Kópsfélaga: 10.000 kr. og aðra: 15.000 kr.

Æskilegt er að þátttakendur komi með taminn hest og reiðtygi. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Arnhildi í síma 866-1382 eða á netfangið arnhildurhe@gmail.com fyrir 11. júní.

Hlökkum til að sjá sem flesta vana sem óvana, allir velkomnir á námskeið!

Hestamannafélagið Kópur

Tenglar

Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1607
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 363285
Samtals gestir: 52801
Tölur uppfærðar: 15.12.2025 16:01:59