14.11.2018 21:37

Frumtamningarnámskeið

Frumtamninganámskeið verður haldið á Syðri-Fljótum helgina 30.nóv-2.des ef næg þátttaka næst.

Kennarar verða Hlynur Guðmundsson og Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum.

Stefnt er að því að vera með sýnikennslu á föstudagskvöldinu og svo kæmu þátttakendur með sín eigin tryppi á laugardeginum og sunnudeginum. Tryppin þurfa að vera lítillega bandvön.

Námskeiðsgjald fyrir alla helgina er 20.000 kr. 

Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Öddu í síma 866-5165 eða í netfangið adda159@gmail.com sem fyrst, svo við vitum hvort þátttaka verður næg til þess að hægt sé að halda námskeiðið.

Stjórn Hmf. Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 327
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 295382
Samtals gestir: 49259
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 08:18:58