04.01.2019 21:05

Námskeið á döfinni

 

Hestamannafélagið Kópur auglýsir námskeið á döfinni veturinn 2019

Stefnt er að því að halda járningarnámskeið með Sigurði Torfa Sigurðssyni járningameistara á Syðri-Fljótum dagana 18.-20.janúar nk. ef næg þátttaka næst. Uppsetning námskeiðsins verður líklega bókleg kennsla e.t.v. á föstudagskvöldinu og svo sýnikennsla og verkleg kennsla dagana þar á eftir. Verð á námskeiðinu miðast við fjölda þátttakenda en verði skráðir 6 þátttakendur er verðið ca. 30.000 kr á mann, verði 12 þátttakendur er verðið ca. 20.000 kr á mann.

Einnig er stefnt að því að halda reiðnámskeið með Heklu Katharínu Kristinsdóttur reiðkennara frá Háskólanum á Hólum á Syðri-Fljótum dagana 8.-10.febrúar nk. ef næg þátttaka næst. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns og verð fyrir námskeiðið er ca. 17.250 kr á mann. Áætlað er að hver nemandi fái reiðkennslu samtals í 2,5 klst þessa daga. Þetta er mjög veglegt námskeið og ætti að geta verið mjög áhrifaríkt. Svo fá þátttakendur einnig mikið út úr því að fylgjast með öðrum á námskeiðinu og læra af því sem lagt er fyrir hvern og einn.

Nánari upplýsingar um námskeiðin verða auglýstar þegar nær dregur og þegar vitað verður um þátttöku. Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Pálínu í síma 867-4919 eða í netfangið hmf.kopur@gmail.com sem fyrst, svo við vitum hvort þátttaka verði næg til þess að hægt sé að halda námskeiðin.

Stjórn Hmf. Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217377
Samtals gestir: 40389
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:15