27.05.2019 20:21
Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins
Mánudagskvöldið 3. júní næstkomandi stendur til að fara fyrsta kvöldreiðtúr sumarsins.
Þetta verður með svipuðu sniði og var fyrir nokkrum árum, þar sem farið var í klukkustundar reiðtúra nokkrum sinnum yfir sumarið, um sveitina.
Eins og þá er reiknað með nokkrum reiðtúrum. Þetta er tilvalin upphitun fyrir félagsferðina í sumar sem að við vonumst til að sem flestir ætli að mæta í.
Rætt verður um reiðtúra sumarsins í þessum fyrsta reiðtúr og frekar upplýsingar um þá munu svo birtast hér á síðunni. Hvetjum við fólk að koma með hugmyndir að stöðum sem henta til útreiða og fólki langar til að koma á. Við erum opnar fyrir flestu.
Áætlað er að leggja af stað frá Fljótum klukkan 20:00. Hvetjum sem flesta til að járna og koma með okkur í ferðir um sveitina í sumar. Einnig hvetjum við áhugasama sem langar að koma með okkur en hafa ekki tök á að fara á hesti að koma með okkur á bíl og eiga með okkur skemmtilegar stundir.
Með von um að sem flestir mæti.
Svanhildur og Adda