04.06.2019 11:54

Næsti kvöldreiðtúr

 

Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins var farinn í gærkvöldi, farið var frá Fljótum og að Hnausum í ljómandi fínu veðri.

 

Þetta var frábær reiðtúr í skemmtilegum félagsskap. Eftir reiðtúrinn bauð svo Fljótafjölskyldan uppá kaffi og meðlæti, við þökkum þeim kærlega fyrir það.

 

Sú ákvörðun var tekin að hafa stutt í næsta reiðtúr, hafa einn reiðtúr enn áður en kemur að slætti og sleppingum.

Næsta mánudagskvöld verður því reiðtúr í Álftaverinu, lagt verður af stað frá Herjólfsstöðum klukkan 20 og tekinn reiðtúr um nágrennið.

Hvetjum fólk til að járna og mæta, það verður svo kaffi á Herjólfsstöðum eftir reiðtúrinn.

 

 

Tenglar

Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 259985
Samtals gestir: 45628
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:23:18