10.07.2019 08:50

Hestaþing og firmakeppni Kóps

Hestaþing og firmakeppni Kóps 2019 

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 26.júlí nk. kl. 19:00. Keppt verður í opnum flokki (minna og meira vanir) og unghrossaflokki.

Skráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com . Gott væri ef skráningar kæmu ekki seinna en á  þriðjudagskvöldið 23.júlí nk til að auðvelda alla vinnu. En líka verður hægt að skrá á staðnum.

Að firmakeppni lokinni ætlar Lilja Hrund Harðardóttir að vera með heimboð þar sem boðið verður upp á grill og með því.

 

 Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 27.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.

Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:  

Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga.

Tölti T3 og T7.

 Vekjum athygli á T7 sem er nýleg keppnisgrein í tölti. Tveir - þrìr keppendur inn á og ridid undir stjórn þular. Sýnt er hægt tölt og tölt med frjálsum hrada.

100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B-flokk og tölt er kr. 3000.-

Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna- og unglingaflokk.

Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps (skráningarvefur hægra megin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 þriðjudagskvöldið 23.júlí nk.

Skráningar í kappreiðar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com.

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.

Óski einhver eftir að skrá í kappreiðar á staðnum þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og kennitölu knapa.

Dagskrá og ráslistar verða birt  á heimasíðunni eftir að skráningu lýkur. http://hmfkopur.123.is/

Lög og reglur LH er hægt að finna á https://www.lhhestar.is/static/files/Log_LH/lh-log-og-reglur-2019.pdf

Þar eru allar reglur  í sambandi við gæðinga og íþróttakeppni. Td. hver er munur á T3 og T7, löglegan beislabúnað og margt fleira 

Hvetjum alla til að sækja LH Kappi appið. Þar er hægt að fylgjast með flestu sem viðkemur mótinu. Dagskrá, rásröð og niðurstöður

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fjáröflunar- og mótanefnd Kóps 2019.

Tenglar

Flettingar í dag: 231
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 260042
Samtals gestir: 45629
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:45:19