10.08.2019 23:48
Hestaferð Kóps 2019
Helgina 16-18 ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð og verður farið í Meðalland.
Riðið verður að Efri -Ey á föstudeginum svo verður farinn útreiðartúr um Meðallandið á laugardeginum.
Sameiginlegur kvöldverður verður um kvöldið.
Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum.
Gist verður í Félagsheimilinu í Efri-Ey.
Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 13.ágúst. Skráning fer fram hjá Elínu Heiðu í síma 848-1510 eða á elinhv@simnet.is eða hjá Gunnari Pétri í síma 847-7125 eða á gunni_pje@hotmail.com.
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf og er innifalið í því gisting í Efri -Ey og matur á laugardagskvöldið.
Ferðanefnd Kóps